8.7.13

Kría jewelry

Væri alveg til í að eignast þetta hálsmen frá Kria. Langaði meira í þetta gyllta þar til ég sá verðið á því, þá skipti ég bara um skoðun og langaði meira í silfurlitaða :) En falleg eru þau og margir aðrir skartgripir þarna á síðunni sem ég gæti hugsað mér að eiga.



1.7.13

Palmers

Ég skil ekki af hverju Palmers vörurnar fást ekki á Íslandi! Ég hef verið að nota bumbukremið frá þeim og mér finnst það æðislegt, myndi mæla með því við allar ófrískar konur. Ég keypti 4 brúsa af þessu kremi þegar ég var í Glasgow í byrjun mánaðarins og svo sendi mamma mér einn brúsa svo ég ætti að vera vel sett fram í september.
Ég hef reynt að leggja mikið uppúr því að hugsa vel um húðina mína núna meðan ég er ófrísk því eins og flestir vita þá teygist rosalega mikið á húðinni á meðgöngu. Mér finnst því mikilvægt að bera á mig krem/olíur til að hjálpa henni að teygjast þó svo að það komi kannski ekki í veg fyrir að maður fái slit. Ég skrúbba allann kroppinn ca 2svar í viku til að losna við dauðar húðfrumur og koma blóðinu á smá hreyfingu og svo hef ég líka verið dugleg að drekka vatn og reynt að innbirgða omega fitusýrur þar sem það er talað um að slit komi innan frá. Ég er reyndar ekki hrædd við það að slitna (og á alveg von á því að fá slit þegar líður á meðgönguna) en mér líður einhvern veginn betur eftir að ég er búin að bera á mig og dúllast þetta :)








18.6.13

Uglur

Ég væri svo til í að eignast eina svona uglu eftir Heiðdísi Helgadóttur. Þessar myndir fást í Mýrinni og eru ekkert smá flottar. Reyndar hef ég líka séð fleiri teikningar eftir hana og þær eru alls ekki síðri, en uglur eru bara svooo fallegar :)



12.6.13

Rimmel London

Ég keypti mér naglalakk frá merkinu Rimmel London þegar ég var í Glasgow í síðustu viku. Get svo sannarlega mælt með þessum lökkum! Ég lakkaði á mér neglurnar fyrir viku síðan og lakkið hefur varla haggast af nöglunum á mér (ég vinn á leikskóla svo ég er ekkert að prinsessast allan daginn) og ég notaði ekkert base eða topcoat. Svo skemmir ekki fyrir að það var orðið þurrt á einni mínútu :)
Bara verst að ég held að þetta merki sé ekki fáanlegt hér á landi en ef þið eigið leið erlendis í sumar þá mæli ég með að þið kíkið eftir þessu merki þar.


23.5.13

Barnaherbergi

Eftir að við komum úr 20 vikna sónarnum þá get ég ekki hætt að hugsa um hvernig ég vil innrétta barnaherbergið. Get ekki beðið eftir að eyða sumarfríinu mínu í að dúlla mér við að koma því í stand. Þó svo að barnið komi til með að sofa inni hjá okkur fyrst um sinn þá ætla ég að hafa skiptiaðstöðuna inni í barnaherberginu og allt þetta dót sem fylgir svona litlum börnum þar inni, svona fyrst að herbergið er til staðar.
Ég sé fyrir mér einn vegg í mildum grænum eða brúnum tón og hvít húsgögn. Ætla að fá mér eitthvað skiptiborð sem nýtist svo sem hirsla inni í barnaherberginu þegar bleiutímabilinu lýkur og svo fallega kommóðu. Svo vonast ég til að finna einhverstaðar Juno rúmið en ég gæti ekki hugsað mér fallegra barnarúm. Ef einhver sem les þetta veit hvar ég get fengið svoleiðis þá má sá hinn sami láta mig vita :)

Juno rúmið góða sem stækkar með barninu :)









11.5.13

Veit ekki hvort ég gæti klætt Filippus í svona samfellu en þetta er fyndið engu að síður :)


4.4.13

Borgen

Bara segja ykkur (þeim sem eru jafn eftir á og ég) að Borgen eru frábærir þættir. Það er verið að sýna þriðju (að ég held) seríuna  á RUV núna en ég hef verið að horfa á 1 seríuna núna í veikindunum og skil ekki af hverju ég var ekki byrjuð að horfa á þetta fyrr. Sem betur fer er ég með aðra seríuna hérna tilbúna á kanntinum :)